Fundir & Veislur
Ef þig langar að vinna í skemmtilegu og breytilegu vinnu umhverfi, sendu umsókn á okkur hér fyrir neðan.

Sunnubraggi
á Sigló Hótel
Fundarsalur fyrir allt að 60 manns
Siglóveitingar hefur uppá að bjóða vel búna veislu- og fundasali sem henta jafnt fyrir stóra sem smáa viðburði. Við lítum svo á að okkur sé ekkert mannlegt óviðkomandi og því bjóðum við uppá sali sem henta fyrir allt frá drauma brúðkaupinu að virðulegum barrokk-tónleikum, góðum rokktónleikum eða frá litlum fundum að fjölmennum ráðstefnum. Salirnir eru vel búnir tækjakosti og er þráðlaust internet í boði fyrir alla gesti.
Á hótelinu er veislu- og fundarsalurinn Sunnubraggi sem tekur allt að 60 manns en í tveggja mínútna göngufjarlægð eru veitingahús okkar við höfnina með sali fyrir allt frá 10-150 manns.


Kaffi Rauðka
Stóri salurinn
Tónleikastaður og veislusalur í hjarta Siglufjarðar
Í norðurenda Kaffi Rauðku er glæsilegur veislu- og tónleikasalur og eru þar reglulega tónleikar, viðburðir, veislur og ráðstefnur allt árið um kring.


Kaffi Rauðka
Efri hæð
Koníaksstofan á Kaffi Rauðku


Bláa Húsið
Veislu- og fundarsalur fyrir 10-80 manns
Risatjald - Kröftugt hljóðkerfi
Bláa húsið hefur að geyma rúmgóðan og bjartan sal sem hentar einstaklega vel fyrir listasýningar, viðburði og veislur. Salurinn hentar afar vel fyrir 60-70 manna fundi eða ráðstefnur og er búinn fjögurra metra breiðu risatjaldi.
